Velkomin á ráðningavef Íslandshótela

Íslandshótel reka 17 hótel á Íslandi — Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum auk Fosshótelanna sem staðsett eru hringinn í kringum landið.

Við hjá Íslandshótelum erum ávallt í leit að góðu starfsfólki sem er tilbúið til þess að vinna með okkur að því markmiði að gera Íslandshótel að fyrsta valkosti þegar kemur að hótelgistingu og matarupplifun.

Hjá okkur starfar fjölbreyttur, alþjóðlegur og samheldinn hópur. Við ráðningar leitum við að fólki með tilgreinda hæfni en þættir eins og viðhorf og gildi eru ekki síður mikilvæg. Við leitum að kraftmiklum einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að leggja sig fram fyrir heildina og hafa gildin okkar að leiðarljósi í daglegu starfi. Gildin okkar eru fagmennska, heiðarleiki, samvinna og kjarkur. Erum við að leita að þér?

ATH! Fosshótel Reykjavík er einnig hluti af Íslandshótelum. Sótt er um þar með því að smella á þessa slóð: Laus störf hjá Fosshótel Reykjavík.

Islandshotel
  • Íslandshótel
  • Sigtúni 38
  • 105 Reykjavík
  • Sími: 514 8000