Velkomin á ráðningavef Fosshótel Reykjavíkur

Við hjá Fosshótel Reykjavíkur erum ávallt í leit að góðu starfsfólki sem er tilbúið til þess að vinna með okkur að því markmiði að gera okkur að fyrsta valkosti þegar kemur að hótelgistingu.


Hjá okkur starfar fjölbreyttur, alþjóðlegur og samheldinn hópur og við ráðningar leitum við að fólki með tilgreinda hæfni en þættir eins og viðhorf og gildi eru ekki síður mikilvæg. Við leitum að duglegum einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að leggja sig fram fyrir heildina.


Erum við að leita að þér? Leggðu inn umsókn og við verðum í sambandi ef starfstækifæri opnast. Athugaðu að til að setja inn umsókn verður þú fyrst að skrá þig sem notanda að ráðningavef Fosshótel Reykjavíkur